Í hagtölum og opinberum gagnagrunnum er mikið magn tölulegra upplýsinga um samfélagið sem nýta má í skólastarfi. Miðlun og notkun hagtalna og hlutlausra tölfræðiupplýsinga stuðla að upplýstri þjóðfélagsumræðu, gagnrýnni hugsun og eru grundvöllur lýðræðislegra ákvarðana. Hagtölur, gögn og gagnagrunnar eru vannýtt verkfæri í námi og kennslu, verkfæri sem bjóða upp á fjölbreytta nálgun í ólíkum faggreinum.
Á námskeiðinu verður fjallað um helstu hugtök sem tengjast nýtingu gagna og gagnaúrvinnslu, möguleika við nýtingu á opinberum gögnum og helstu gagnagrunna. Viðfangsefni námskeiðsins snerta kennslu í samfélagsfræði, félagsgreinum, stærðfræði, tölfræði, hagfræði sem og náttúrufræðigreinum. Þátttakendur kynnast verkfærum, nálgun og leiðum til að þróa eigin kennslu með notkun opinberra sem og alþjóðlegra hagtalna og gagnagrunna.
Námskeiðið er haldið fyrir tilstuðlan styrks frá Eurostat – evrópsku hagstofunni og Hagstofu Íslands sem einnig skipuleggur keppnina Greindu beturfyrir unglingastig grunnskóla og framhaldsskólastigið. Námskeiðið er opið öllum kennurum, óháð því hvort nemendur þeirra hafi tekið þátt í keppninni. Vert er að vekja athygli á sigurmyndbandi Ólafar Maríu Steinarsdóttur, nemanda í Tækniskólanum, sem hreppti 2. sætið í keppninni vorið 2022.
Skráningarfrestur er t.o.m. 26. ágúst.
Á námskeiðinu læra þátttakendur að nýta þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samtal um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru stigin í skólanum, á milli kennslulota í Menntafléttunni:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar. Skref B: Þátttakendur funda með teyminu sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi. Skref C: Þátttakendur og teymið þeirra framkvæmir og skrá hjá sér athuganir. Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendurnir brugðust við.
Við lok námskeiðs geta þátttakendur
leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum um viðfangsefni námskeiðsins.
metið ólík gögn og gagnagrunna og ýtt undir forvitni nemenda um notkun þeirra.
nýtt tölfræði og opinberar hagtölur fyrir nýsköpun í námi og kennslu.
beitt fjölbreyttum og hagnýtum verkfærum til að efla tjáningu, miðlun og upplýsingalæsi nemenda.
skoðað með gagnrýnu hugarfari með nemendum sínum hvað hlutverki gögn þjóna á ólíkum sviðum samfélagsins.
þekkt og fjallað um gæði rannsókna og hvernig má nýta – og misnota rannsóknarniðurstöður.
Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?
Námskeiðið er fyrir grunnskólakennara í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólakennara í samfélagsgreinum, náttúruvísindum, félagsgreinum, stærðfræði, hagfræði og tölfræði. Námskeiðið snertir á lykilhæfniþáttum á borð við tjáningu og miðlun, nýtingu miðla og upplýsinga og gagnrýnni hugsun.
Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur séu í samráði við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í skóla þar sem námssamfélög kennara blómstra.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Kennslan fer fram í sex rafrænum lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2022-2023. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í skólum þátttakenda í samtali teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir geta fléttað saman við daglegt starf, þeir leiða svo samtal á teymisfundum um hvernig gengur. Í upphafi hverrar kennslulotu er farið yfir reynslu þátttakenda af því að nýta þróunarhringinn frá síðustu lotu (sjá mynd af þróunarhring neðar).
Anna Hera Björnsdóttir, stærðfræðikennari í Versló, Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari í Langholtsskóla og verkefnastjóri á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Karen Ástu- og Kristjánsdóttir, kennari í kynjafræði og félagsfræði í MH og Víðir Þórarinsson, stærðfræðikennari í Kársnesskóla.
Þróunarhringurinn
Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.
Staðreyndasemi (e. Factfulness): Hin stressminnkandi venja að tileinka sér að hafa einungis þær skoðanir sem hægt er að rökstyðja með áreiðanlegum staðreyndum.
Í hnotskurn
Lotur6
Quizzes0
Lotur:6x3 klst.
Hefst:All levels
Lýkur:Apríl 2023
Gjöld:0
Gjöld:Mismunandi
1. lota / Kynning á töfraheimi tölfræðinnar: Hvernig gerum við nemendur áhugasama og forvitna um tölfræði? 1
Í fyrstu lotu verða viðfangsefni námskeiðsins kynnt: hugtakaheimurinn, miðlun upplýsinga, Greindu betur keppnin, tölur sem mælikvarði og siðferðileg álitamál rannsókna.
2. lota / Hugtakaheimurinn! Ratað um vef Hagstofunnar og aðra gagnagrunna 1
Í lotunni verður vefur Hagstofunnar skoðaður, sem og aðrir gagnagrunnar og fjallað um helstu hugtök um gögn, s.s. gagnaveita, gagnaúrvinnsla, fylgni og frávik.
3. lota / Miðlun: Farsælar leiðir til að miðla tölfræðigögnum 1
Í þessari lotu verður fjallað um myndræna framsetningu og miðlun tölfræðilegra upplýsinga. Þátttakendur fá hagnýt verkfæri og hugmyndir til að nýta beint í kennslu.
Í þessari lotu munu kennarar námskeiðsins kynna Greindu betur keppnina, tilgang hennar, markmið og hvernig hún getur ýtt undir nám og þróun kennslu í grunn- og framhaldsskólum.
Í þessari lotu verður fjallað um tölur sem mælikvarða. Hver er þörfin fyrir gögn? Hvernig skoðum við áreiðanleika þeirra? Fjallað verður um ýmsar gagnabreytur, s.s. kyngreind og aldursgreind gögn. Einnig verður skoðuð nytsemi gagna - og hvenær þau eru misnotuð.
6. lota / Horft til framtíðar - miðlun á vel heppnuðum viðfangsefnum vetrarins 1
Í síðustu lotu námskeiðsins ræða þátttakendur reynslu sína og kynna hver fyrir öðrum vel heppnð viðfangsefni vetrarins ásamt því að horfa til framtíðar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.