NÁNAR – Mikilvægar dag- og tímasetningar
Lota 1
Miðvikudagur 5. október kl. 15-17.
Málörvun með sögum og söng – Umsjón: Birte Harksen leikskólakennari og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
Mánudaginn 17. október eða miðvikudaginn 19. október mæta þátttakendur í litlum hópum í eina klukkustund, á tímabilinu frá kl. 15 til 17. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Lota 2
Miðvikudagur 9. nóvember kl. 15-17.
Læsi í víðum skilningi – Umsjón: Anna Sofia Wahlström leikskólakennari og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
Mánudaginn 21. nóvember eða miðvikudaginn 23. nóvember mæta þátttakendur í litlum hópum í eina klukkustund, á tímabilinu frá kl. 15 til 17. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Í nóvember (21. eða 23. nóvember) mæta mentorar þátttakenda í heimsókn og taka þátt í umræðum í 30 mínútur.
Lota 3
Miðvikudagur 8. desember kl. 15-17.
Skapandi leikskólastarf – Umsjón: Vessela Dukova, leikskólakennari og verkefnastjóri við Menntavísindasvið og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
12. desember eða 14. desember mæta þátttakendur í litlum hópum í eina klukkustund, á tímabilinu frá kl. 15 til 17. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Lota 4
Miðvikudagur 11. janúar kl. 15-17.
Menningarnæmi og fjölmenning í leikskólastarfi – Umsjón: Nichole Leigh Mosty, fyrrum leikskólastjóri og núverandi forstöðumaður Fjölmenningarseturs og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
Í janúar er stefnt að því að Guðlaug Stella frá Íslenskuþorpinu heimsæki þátttakendur, nemendur og mentora á vinnutíma. Farið verður yfir samstarf mentora og þátttakenda, reynsluna af námskeiðinu og markmiðasetningu.
Lota 5
Miðvikudagur 9. febrúar kl. 15-17.
Leikur barna – Umsjón: Vessela Dukova, leikskólakennari og verkefnastjóri við Menntavísindasvið og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
Mánudaginn 20. febrúar eða miðvikudaginn 22. febrúar mæta þátttakendur í litlum hópum í eina klukkustund, á tímabilinu frá kl. 15 til 17. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Lota 6
Miðvikudagur 8. mars kl. 15-17.
Sjálfsmynd og samskipti í lýðræðislegu leikskólastarfi. Umsjón: Fríða B. Jónsdóttir leikskólakenari og deildarstjóri nýsköpunarmiðju hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
Mánudaginn 20. mars eða miðvikudaginn 22. mars mæta þátttakendur í litlum hópum í eina klukkustund, á tímabilinu frá kl. 15 til 17. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Í mars (20. mars eða 22. mars) mæta mentorar þátttakenda í heimsókn og taka þátt í umræðum í 30 mínútur.
Lota 7
Miðvikudagur 5. apríl kl. 15-17.
Sjálfbærni og útinám. Umsjón: Anna Sofia Wahlström, leikskólakennari og Guðlaug Stella frá Íslenskuþorpinu.
Mánudaginn 24. apríl eða miðvikudaginn 26. apríl mæta þátttakendur í litlum hópum í eina klukkustund, á tímabilinu frá kl. 15 til 17. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Lota 8
Miðvikudagur 10. maí kl. 15-17.
Foreldrasamstarf í fjölmenningarlegu leikskólastarfi. Umsjón: Danijela Zivojinovic leikskólakennari og Guðlaug Stella.
Mánudaginn 22. maí eða mánudaginn 24. maí mæta þátttakendur í litlum hópum í eina klukkustund, á tímabilinu frá kl. 15 til 17. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Í þessari lokalotu (22. og 24. maí) munu þátttakendur ásamt mentorum kynna sinn leikskóla fyrir öðrum þátttakendum, með áherslu á þemu námskeiðsins.