Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Apríl 2023
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Lestrarsamfélagið
Í fyrstu lotu námskeiðsins kynnast þátttakendur hver öðum, kynnst hugmyndafræði námskeiðsins og ræða saman um hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélagið í sínum skóla. Í lotunni verður efni námskeiðsins kynnt og rætt og sérstaklega skoðað hvernig efla má sameininlega sýn á mikilvægi þess að mynda kröftugt lestrarsamfélag í skólum.
-
2. lota / Áhugahvöt og áhrifavaldar
Í lotunni verður hugtakið áhugahvöt skoðað út frá ýmsum hliðum og rætt um þátt áhugahvatar í námi og þá sérstaklega þegar kemur að lestri. Rætt verður um lestrarhvetjandi umhverfi og aðstæður og fá þátttakendur á námskeiðinu innsýn í aðferðir og leiðir sem gagnlegar eru til að byggja upp og viðhalda lestraráhuga og lestraránægju nemenda.
-
3. lota / Áhrifamáttur og upplifun
Í lotunni verður rætt um áhrifamátt bókanna - hvaða hughrif getur lestur kallað fram? Hvernig fáum við nemendur til að hrífast með? Hvaða máli skiptir að þekkja barna- og ungmennabækur og geta bæði metið þær frá sjónarhorni fullorðins kennara og óreynds nemanda? Hvernig nýtum við ólík sjónarhorn, misjafna reynslu og upplifun til að auka áhrifamátt bókanna? Í lotunni verður sjónum beint að lestrarfyrirmyndum og hvernig vinna má með yndislestur og fjölbreytt lesefni á skapandi hátt. Kennarar skoða og ræða leiðir til að auka sýnileika og umræðu um lestur í lestrarsamfélagi skólanna.
-
4. lota / Samræður í lestrarsamfélagi
Í þessari lotu verður sjónum beint að því hvað lestur getur gefið lesandanum sem einstaklingi en ekki síður hvað lestur getur gefið einstaklingum í lestrarsamfélagi. Rætt verður um hvernig hægt er að nota lestur sem kveikju að samræðum og samskiptum og hvernig við getum nýtt lestur til að tengjast og tilheyra. Í lotunni verða kynntar hugmyndir og verkfæri sem efla kennara við að leiða samræður og skapandi viðbrögð við sameiginlegri lestrarreynslu. Einnig verður hugað að fjölbreytni í samstarfi við heimili og samfélag.
-
5. lota / Lestur og stafræn verkfæri
Í þessari lotu er lögð áhersla á að kynna fyrir þátttakendum hvernig þeir geta nýtt stafræn verkfæri til að styðja við lestur og lestrarumhverfi nemenda. Kynnt verða forrit sem geta stutt við nemendur og eflt þá í yndislestri.
-
6. lota / Lestrarsamfélagið: Samantekt og kynning á uppskeru vetrarins
Í síðustu lotu námskeiðsins ræða þátttakendur reynslu sína og kynna hver fyrir öðrum vel heppnuð viðfangsefni vetrarins. Litið verður fram á veginn með þróun skólastarfs þar sem lögð er áhersla á þátttöku og virkni allra í lestrarsamfélaginu.