Lestrarsamfélagið: Áhugahvöt og áhrifavaldar

Free
20191122_083629

Skráningu er lokið á námskeiðið. Upp úr áramótum verður námskeiðsframboð Menntafléttu fyrir skólaárið 2022-2023 kynnt.

Markmið námskeiðsins er að styrkja leiðtoga við að leiða hóp samkennara í að efla námssamfélag um lestur og lestraráhuga. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að styðja kennara og skólasafnskennara við að byggja upp jákvæð og hvetjandi lestrarsamfélög í skólum. Sjónum verður beint að því hvernig fyrirmyndir og aðstæður í umhverfi nemenda hafa mótandi áhrif á viðhorf til lestrar innan sem utan skóla. Fjallað verður um leiðir til að efla áhuga og dýpka upplifun af lestri og hvernig nýta má lestur sem kveikju að samræðum og félagslegum samskiptum. Þátttakendur fá leiðsögn við að nýta stafræn verkfæri til að efla löngun og möguleika nemenda til lestrar. Lögð verður áhersla á að þátttakendur á námskeiðinu fái innblástur og hugmyndir að því hvernig gera megi lestur sýnilegri og eftirsóknarverðari í augum nemenda og alls lestrarsamfélagsins.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

 • Gegnt hlutverki leiðtoga og leitt námssamfélög jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti.
 • Skipulagt kennslu og námsumhverfi sem ýtir undir lestraráhuga og virkni allra nemenda.
 • Nýtt lestur sem kveikju að samræðum og félagslegum samskiptum.
 • Nýtt stafræna möguleika til að styðja við áhuga og möguleika allra nemenda til lesturs og náms..

Fyrir hverja er námskeiðið og hvernig fer skráning fram?

Námskeiðið er fyrir kennara og skólasafnskennara í grunnskólum. Mælt er með því að hver skóli hafi að minnsta kosti tvo leiðtoga á námskeiðinu, annar þeirra starfi á skólabókasafninu.

Hvatt er til þess að þátttakendur sammælist við sína stjórnendur um skráningu á námskeiðið. Þannig er tryggður nauðsynlegur stuðningur við viðfangsefni námskeiðsins og þróun námssamfélags á hverjum stað.

Skráning hefst 17.  maí 2021.

Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?

Á milli lota vinna leiðtogar með hagnýtar kveikjur námskeiðsins í hópi samstarfsfólks og flétta þannig viðfangsefnin við daglegt starf. Í upphafi hverrar lotu er farið yfir reynslu leiðtoga af starfinu í skólunum frá því í síðustu lotu.

Dag- og tímasetningar kennslulotanna: 

2021
Mánudagur 6. september kl. 14-17
Mánudagur 11. október kl. 14-17
Mánudagur 15. nóvember kl. 14-17
2022
Mánudagur 10. janúar kl. 14-17
Mánudagur 7. mars kl. 14-17
Mánudagur 25. apríl kl. 14-17

Þróunarhringurinn

Á milli lota styðjast leiðtogar við þessi fjögur skref þróunarhrings, með samkennurum og samstarfsfólki. Þróunarhringurinn er úr smiðju Skolverket í Svíþjóð og nýttur með góðfúslegu leyfi.

Umsjón og kennsla

Anna Sigrún Rafnsdóttir grunnskólakennnari og sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri, Jónella Sigurjónsdóttir, skólasafnskennari í Selásskóla, Kristján Ketill Stefánsson, framkvæmdastjóri Skólapúlsins og Ragnar Þór Pétursson, grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Íslands. 

Í hnotskurn

 • Lotur 0
 • Quizzes 0
 • Lotur: 6x3 klst.
 • Hefst: September 2021
 • Lýkur: Apríl 2022
 • Gjöld: 0
 • Gjöld: Mismunandi
 • 1. lota Leiðtogar og námssamfélög

  Í fyrstu lotunni er áhersla lögð á hlutverk þátttakenda sem leiðtoga í sínum skóla og hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélag jafningja í skólunum. Einnig kynna kennarar viðfangsefni námskeiðsins í heild sinni.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 2. lota Áhugahvöt og áhrifavaldar

  Í lotunni verður hugtakið áhugahvöt skoðað út frá ýmsum hliðum og rætt um þátt áhugahvatar í námi og þá sérstaklega þegar kemur að lestri. Rætt verður um lestrarhvetjandi umhverfi og aðstæður og fá þátttakendur á námskeiðinu innsýn í aðferðir og leiðir sem gagnlegar eru til að byggja upp og viðhalda lestraráhuga og lestraránægju nemenda.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 3. lota Áhrifamáttur og upplifun

  Í lotunni verður rætt um áhrifamátt bókanna - hvaða hughrif getur lestur kallað fram? Hvernig fáum við nemendur til að hrífast með? Hvaða máli skiptir að þekkja barna- og ungmennabækur og geta bæði metið þær frá sjónarhorni fullorðins kennara og óreynds nemanda? Hvernig nýtum við ólík sjónarhorn, misjafna reynslu og upplifun til að auka áhrifamátt bókanna? Í lotunni verður sjónum beint að lestrarfyrirmyndum og hvernig vinna má með yndislestur og fjölbreytt lesefni á skapandi hátt. Kennarar skoða og ræða leiðir til að auka sýnileika og umræðu um lestur í lestrarsamfélagi skólanna.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 4. lota Samræður í lestrarsamfélagi

  Í þessari lotu verður sjónum beint að því hvað lestur getur gefið lesandanum sem einstaklingi en ekki síður hvað lestur getur gefið einstaklingum í lestrarsamfélagi. Rætt verður um hvernig hægt er að nota lestur sem kveikju að samræðum og samskiptum og hvernig við getum nýtt lestur til að tengjast og tilheyra. Í lotunni verða kynntar hugmyndir og verkfæri sem efla kennara við að leiða samræður og skapandi viðbrögð við sameiginlegri lestrarreynslu. Einnig verður hugað að fjölbreytni í samstarfi við heimili og samfélag.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 5. lota Lestur og stafræn verkfæri

  Í þessari lotu er lögð áhersla á að kynna fyrir þátttakendum hvernig þeir geta nýtt stafræn verkfæri til að styðja við lestur og lestrarumhverfi nemenda. Farið verður yfir notkun hljóð- og rafbóka í kennslu. Kynnt verða smáforrit sem geta stutt við nemendur og eflt þá í yndislestri.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.
 • 6. lota Samtal um uppskeru og fengna reynslu

  Leiðtogar úr grunnskólum og kennarar námskeiðs líta um öxl, miðla reynslu sinni og horfa fram á veginn með þróun skólastarfs þar sem lögð er áhersla á þátttöku og virkni allra í lestrarsamfélaginu.

  Skoðið námskeiðsvef til að sækja frekari gögn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Oddný Sturludóttir, oddnys@hi.is

Free