Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Apríl 2024
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Magnskilningur leikskólabarna
Í fyrstu lotu námskeiðsins er farið yfir skipulag og efni námskeiðsins í grófum dráttum. Þátttakendur vinna verkefni sem varðar efni námskeiðsins. Rætt verður um hugtakið námssamfélag og hvað felst í því. Einnig verður rætt um hvað felst í því að vera leiðtogi meðal jafningja. Þátttakendur skoða vef námskeiðsins saman og kynnast þróunarhringnum.
-
2. lota / Þróunarhringur 9 - Unnið með magn
Í þessum þróunarhring er farið yfir nokkra eiginleika þess að telja og mæla og hvað þessi stærðfræðilegu viðfangsefni eiga sameiginlegt. Einnig er komið inn á hvernig skapa má aðstæður sem hvetja til ígrundunar um stærðfræðileg viðfangsefni með því að nýta nærumhverfi barnanna og á það við bæði hluti og mannlega þætti. Fjallað er um fjölmenningu og hvort og hvernig ákveðin gögn eða aðstæður geta höfðað til mismunandi barna. Einnig er hugað að því hvernig hægt er að virkja forráðamenn til samræðna við börnin um stærðfræðileg viðfangsefni.
-
3. lota / Þróunarhringur 10 - Mælingar
Þessi þróunarhringur fjallar um stærðfræðilega viðfangsefnið að mæla. Viðfangsefnið felur í sér að greina áhugaverða eiginleika þar sem hægt er að spyrja spurningarinnar „hversu mikið“? Til að byrja með er hægt að bera saman hluti og raða þeim með tilliti til eiginleikanna. Ef vilji er til þess að bera saman tvo hluti sem ekki eru á sama stað eða ekki eru aðgengilegir á sama tíma, þarf að nota hentugan þriðja hlut við samanburðinn. Stundum er hægt að nota þennan þriðja hlut til að bera saman við báða hina hlutina.
-
4. lota / Þróunarhringur 11 - Talning
Í þessum þróunarhring kynnist þið og dýpkið skilning ykkar á ólíkum hliðum stærðfræðilega viðfangsefnisins að telja sem er nátengt reikningi. Það sem fyrst kemur upp í hugann tengt viðfangsefninu í leikskólanum er talning á hlutum og vinna með talnaröðina. Enn og aftur er dregið fram hvernig mæling og talning eru hlutar af sömu heild.
-
5. lota / Þróunarhringur 12 - Skráningar og starfsþróun
Í þessum síðasta hluta námskeiðsins er farið vítt og breytt yfir efni allra tólf þróunarhringjanna sem leikskólanámskeiðin þrjú byggja á. Námskeiðin Stærðfræðin í leik barna, Stærðfræðin í umhverfi leikskólabarna og Magnskilningur leikskólabarna byggja öll á sex stærðfræðilegu viðfangsefnum Alan J. Bishop og eru tvö viðfangsefni tekin fyrir á hverju námskeiði. Nú eru þær grundvallarhugmyndir sem voru skoðaðar í fyrri þróunarhringjum skoðaðar aftur. Þessar hugmyndir eru þemu sem hafa gengið eins og rauður þráður í gegnum öll þrjú námskeiðin og í þessum hluta eru þær tengdar saman til að lýsa hvaða vægi þær hafa í skráningu á vinnu barnanna í leikskólanum.
-
6. lota / Lokafundur og samantekt
Þátttakendur segja frá hvernig gekk að vinna með efni síðasta þróunarhrings í leikskólunum. Litið verður yfir farinn veg, skoðað hvernig vinna vetrarins gekk í leikskólunum og dregið fram það sem vel var gert. Síðan verður litið fram á veginn og þátttakendur ígrunda hver verða næstu skref hjá þeim og þeirra námssamfélögum við að þróa áfram starfshætti í leikskólunum eftir að námskeiðinu lýkur.