Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Mars 2023
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Málörvun með sögum og söng
Í fyrstu lotu námskeiðsins kynnast þátttakendur hver öðum, kynnast hugmyndafræði námskeiðsins og ræða saman um hvernig þeir geta þróað og stutt við námssamfélagið í eigin leikskóla. Efni námskeiðsins verður kynnt, og rætt um fjölbreyttar leiðir í málörvun og tækifærin sem felast í sögum og söng skoðuð og rædd.
-
2. lota / Söguspjall og þátttökulestur
Í annarri lotu er farið í leiðir til að efla samræður um sögur sem börnum eru sagðar eða sem lesnar eru fyrir þau. Rætt er um orðaforða, opnar spurningar og leiðir til að auka innlifun barna og upplifun í tengslum við sögur.
-
3. lota / Sögur og leikur
Í þriðju lotu er unnið með aðferðir sem efla tjáningarfærni og sköpun og styrkja tengsl milli barna. Sögur eru notaðar sem uppspretta leikja úti og inni og leikrænni tjáningu er gert hátt undir höfði.
-
4. lota / Sögur í tónlist
Í þessari lotu er markmiðið að kanna tengslin milli tónlistar, sögu og söngtexta á fjölbreyttan hátt, með málörvun að leiðarljósi. Gerðar verða tilraunir með að nota tónlist og söng til að styrkja sögur og opna þær fyrir ímyndunarafli og innlifun barnanna. Við skoðum söngtexta með það að markmiði að finna í þeim söguna og skoðum hvernig vinna má með inntak texta sem sungnir eru með því að leika þá, teikna eða endursegja.
-
5. lota / Sögur, frásögn og endursögn
Í fimmtu lotu verður fjallað um hvernig má vinna að því að efla tjáningar- og frásagnarhæfni barna í leikskólastarfinu. Rætt verður um hvernig nýta má leikefni, sem tengist sögum sem unnið er með, til að hvetja börnin til að segja frá og búa til sínar eigin sögur. Einnig verður rætt um sögupoka, sögukassa og smáforrit sem efnivið í leik og sköpun.
-
6. lota / Málörvun með sögum og söng: Samantekt og uppskera vetrarstarfs
Í síðustu lotu námskeiðsins ræða þátttakendur reynslu sína og kynna hver fyrir öðrum vel heppnuð viðfangsefni vetrarins. Einnig ræða þeir hvernig þeir munu halda áfram að þróa málörvun með sögum og söng í sínum námssamfélögum.