Í hnotskurn
- Lotur 6
- Quizzes 0
- Lotur: 6x3 klst.
- Hefst: All levels
- Lýkur: Apríl 2023
- Gjöld: 0
- Gjöld: Mismunandi
-
1. lota / Náttúrufræði til framtíðar - teymið og samvinnan
Farið verður yfir hvað einkennir góð teymi og samvinnu út frá því hvernig kennarar deila með sér verkefnum. Einnig verður rætt um hver sé sameiginleg ábyrgð teymis og verkefni námskeiðsins verða kynnt. Áhersla á traust og lykilhugtök samvinnu.
-
2. lota / Valdefling nemenda
Rætt um mikilvægi þess að virkja alla nemendur og að rödd allra heyrist. Ýmis verkfæri kynnt sem stuðla að hlutdeild nemenda í eigin námi. Þátttakendur fá tækifæri til að deila eigin reynslu um árangursríka kennsluhætti. Áhersla á virka hlustun og þátttöku.
-
3. lota / Samþætting námsgreina með áherslu á náttúrufræði
Áhersla verður lögð á að kynna og ræða hagnýt atriði sem þarf að hafa í huga þegar gerð eru samþættingarverkefni. Áhersla á innihald viðfangsefnis, skipulag og verkaskiptingu. Hvernig getum við nýtt styrkleika samstarfsaðila okkar þannig að allir nái að njóta sín og hvað ber að varast. Þátttakendur ræða hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar verkefni eru skipulögð.
-
4. lota / Námsmat í samþættingu námsgreina
Fjallað verður um hvernig grunnþættir menntunar, lykilhæfni og hæfniviðmið aðalnámskrár eru nýtt í námsmati samþættra námsgreina. Einnig verður lögð áhersla á matsþætti skapandi skila og faglegt leiðsagnarmat.
-
5. lota / Hvernig gengur með hugmyndina að samþætta verkefni?
Þátttakendur ræða hvernig gengur að vinna að samþættu verkefni með námssamfélagi þeirra. Áhersla lögð á samtal og leiðsögn.
-
6. lota / Náttúrufræði til framtíðar - samþætting með öðrum námsgreinum: Samantekt
Í þessari síðustu lotu námskeiðsins munum við fara yfir viðfangsefni lotanna og skoða það sem stóð upp úr hjá þátttakendum og jafnframt velta fyrir okkur hver næstu skref verða hjá þátttakendum og þeirra námssamfélagi.