Samstarfsverkefni

- traust samstarf skilar árangri

Menntastefnumót

Vorið 2021 fór fram glæsilegt Menntastefnumót sem haldið var í samstarfi Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Á vef Menntastefnumótsins má finna meira en 100 fjölbreytt myndbönd sem gefa innsýn inn í þróunarverkefni í reykvísku skóla- og frístundastarfi.

Íslensku menntaverðlaunin

Íslensku menntaverðlaunin eru veitt árlega. Verðlaununum er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Verðlaunin eru veitt á Bessastöðum af forseta og ráðherrum á haustmisseri og er sjónvarpað á RÚV.

Samstarf um drauma

Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eiga í formlegu samstarfi um stuðning við innleiðingu menntastefnunnar Látum draumana rætast. Samstarfið birtist í rannsóknum, ráðgjöf, námskeiðum, viðburðum, hugmyndavinnu, nýsköpun og þróun.

PISA-könnunin

Menntamálastofnun sér um framkvæmd PISA-rannsóknarinnar sem lögð er fyrir alla nemendur í 10. bekk þriðja hvert ár. Samstarf hefur verið milli Menntavísindasviðs HÍ og Menntamálastofnunar um greiningu gagna og túlkun niðurstaða.

Bakhjarl

Í samkomubanninu vorið 2020 opnaði vefsvæði Bakhjarla skóla- og frístundastarfs í samstarfi Heimilis og skóla, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Ævintýralegt safn hagnýtra tengla um nám, kennslu, leik og uppeldi, fyrirlestraröðin Heimilin og háskólinn og greinasafn og upptökur frá fjarmenntabúðum skólafólks. Sjón er sögu ríkari!

Verkfærakista Reykjavíkurborgar

Starfsfólk Reykjavíkurborgar í skóla- og frístundastarfi safnar verkfærum í verkfærakistu fyrir alla að njóta. Tólin geta verið verkefni, kveikjur, myndbönd og vefsvæði sem nýtast kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi.

Komdu að kenna

Komdu að kenna átakið hófst árið 2016 að frumkvæði kennaranema sem vildu vekja athygli á kennarastarfinu og hvetja ungt fólk til að fara í kennaranám. Í dag er Komdu að kenna sameiginleg regnhlíf allra háskólanna sem mennta kennara og kennaranemum fjölgar ár hvert.

Skóli og tækni

GERT stendur fyrir grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni. GERT tengir grunnskólanemendur og kennara við atvinnulífið með það að höfuðmarkmiði að efla áhuga nemenda á raunvísindum og tækni. Áfram GERT!