Starfsþróun

Starfsþróun getur verið óformleg og formleg en megintilgangur hennar og markmið er að efla færni og þekkingu og auka gæði í starfi. Hér finnur þú ýmis konar starfsþróunartilboð og námskeið sem eru ætluð starfsfólki í skóla- og frístundastarfi.

Næstu námskeið

Ekkert námskeið skráð

Úrval námskeiða

Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir kennara, ýmist einingabær eða ekki.

Opni Listaháskólinn býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða á sviði listkennslu og kennslu með aðferðum lista og sköpunar.

Á vef starfsþróunar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er fjölbreytt úrval opinna námskeiða fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi.

Endurmenntun Háskóla Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri brúa bilið á milli hefðbundinnar háskólamenntunar og símenntunar. Í boði eru einstök námskeið og lengri námsleiðir.

Á vef Menntastefnu Reykjavíkurborgar má nálgast mikið af efni sem tengist starfsþróun

Viltu vekja athygli á þínu starfssamfélagi?

Stýrihópur og ritstjórn Menntamiðju eru skipuð fulltrúum allra eigenda Menntamiðju. Ritstjórn tekur afstöðu til efnis sem miðlað er á vefnum.