Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri býður upp á fjölbreytt námskeið fyrir kennara, ýmist einingabær eða ekki.
Opni Listaháskólinn býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða á sviði listkennslu og kennslu með aðferðum lista og sköpunar.
Á vef starfsþróunar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er fjölbreytt úrval opinna námskeiða fyrir kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi.
Endurmenntun Háskóla Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri brúa bilið á milli hefðbundinnar háskólamenntunar og símenntunar. Í boði eru einstök námskeið og lengri námsleiðir.
Á vef Menntastefnu Reykjavíkurborgar má nálgast mikið af efni sem tengist starfsþróun
Stýrihópur og ritstjórn Menntamiðju eru skipuð fulltrúum allra eigenda Menntamiðju. Ritstjórn tekur afstöðu til efnis sem miðlað er á vefnum.